31. október 2012

23. maí 2012

Eurovision - Seinni undankeppnin 24. maí


Serbía – Zeljko Joksimovic/Nije Ljubav Stvar: Þetta finnst mér gríðarfallegt lag og spái því góðu gengi. Kraftmikil ballaða. Áfram.

Makedónía – Kaliopi/Crno i Belo: Flott lag en röddin í söngkonunni pirrar mig...en hún verður betri þegar lagið loksins byrjar og powerið er sett í gang...alveg þangað til hún rekur upp skræk.

Holland – Joan/You and Me: Hvaða grín...eða nei, þetta er ekki fyndið, ekki einusinni hænan á hausnum á henni. Ég get ekki einu sinni hlustað á lagið eftir að hafa séð hænuna.

Malta – Kurt Calleja/This is the night: Úrvals iðnaðarpopp en maður hefur alveg heyrt þetta lag áður. Veit alveg nákvæmlega hvað kemur næst. E-e-e-ei...Áfram.

Hvíta-Rússland – Litesound/We are the Heroes: Ofurhetjur frá Hvíta-Rússlandi. Veit nú samt ekki hvort þeir ná að beita ofurkröftum sínum til að ná eyrum Evrópu með þetta lag. Mér finnst það hundslappt.

Portúgal – Filipa Sousa/Vida Minha: Mér finnst nú alltaf flott að heyra sungið á portúgölsku. Þetta lag er hinsvegar ekki að gera neina hluti.

Úkraína – Gaitana/Be My Guest: Fyrirtaks klúbbalag en ég er ekki hrifin af því. Viss um að aðrir eru það samt. Áfram. 

Búlgaría – Sofi Marinova/Love Unlimited: Sama hér eins og með það úkraínska, ágætis danslag en ekkert meira en svo. Áfram.

Slóvenía – Eva Boto/Verjamem: Það vantar algjörlega laglínuna í þetta lag. Kemst aldrei á flug. Gott klósettlag.

Króatía – Nina Badric/Nebo: Það er hægt að vera lengi á klósettinu því þetta lag er algjört drep...Áfram.

Svíþjóð – Loreen/Euphoria: Margir að missa sig yfir þessu lagi en ég get bara ekki séð hvers vegna. Kannski vegna þess að ég fíla ekki danstónlist. Á samt örugglega eftir að gera það gott. Áfram.

Georgia – Anri Jokhadze/I‘m a Joker: Já, þetta er sennilega bara djók hjá þeim...

Tyrkland – Can Bonomo/Love Me Back: Þjóðleg stemning og magadans ásamt tyrkneskum sjóræningjum. Er það? Ha?

Eistland – Ott Lepland/Kuula: Kallið mig væmna en ég er alltaf frekar veik fyrir ballöðum. Þessi er dáldið flott meira að segja. Held með þeim. Áfram. 

Slóvakía – Max Jason Mai/Don‘tClose Your Eyes: Já, þetta er betra en dansmúsíkin þó þetta sé nú langt frá því að vera æðislegt. Áfram.

Noregur – Tooji/Stay: Ég er enn sömu skoðunar varðandi danstónlistina. Margir eflaust ósammála mér en ég nenni ekki einu sinni að klára að hlusta á þetta lag. Áfram.

Bosnía og Hersegóvína – Maya Sar/KorakeTi Znam: Fallegt lag á köflum en ekkert meira en svo. Áfram.

Litháen – Donny Montell/ Love isBlind: Hvað er málið með Zorro klútinn? Grútmáttlaust lag.

17. maí 2012

Eurovision fyrri undankeppnin - 22.maí


Svartfjallaland – Rambo Amadeus/Euro Neuro: Haha, þetta er hilarious lag. Ekki oft sem Svartfellingar flytja lög sín á ensku. Hreimurinn er töff. Myndi samt ekki kjósa það.

Ísland – Gréta Salóme og Jónsi/Never forget: Mér finnst þetta flott lag og ber nokkrar væntingar til þess. Hlakka til að sjá atriðið þeirra. – Áfram.

Grikkland – Eleftheria Eleftheriou/Aphrodisiac: Klassískt grískt lag sem hefur oft verið samið áður, enda svosem ekki von á öðru. Ágætt að geta sungið með í fyrsta skipti sem maður heyrir lagið. Ef söngkonan verður í snípsíðu í keppninni eins og í myndbandinu er algjörlega pottþétt að lagið kemst áfram. Dansararnir algjörlega með þetta. – Áfram.

Lettland – Anmary/Beautiful Song: Jú, þetta er ágætt lag. Textinn kannski ekki alveg sá sterkasti í bransanum en kannski ákveðin herkænska að benda fólki á hvað því á að þykja um lagið. Svona sápukúla sem gæti alveg fest á heilanum ef maður hlustaði nokkrum sinnum.

Albanía – Rona Nishliu/Suus: Athyglisvert lag þó mér finnist það alls ekki skemmtilegt. Raddæfingar söngkonunnar fara langt yfir strikið en sýna svo ekki verður um villst að hún getur sungið. Áfram.

Rúmenía – Mandinga/Zaleilah: Þetta er svona sumarsmellur. Nær alveg örugglega eyrum margra þó mér finnist þetta hálfgerð drulla. Geri ráð fyrir að hún muni ekki nota eins marga metra af silki í búninginn sinn og Gréta Salóme. – Áfram.

Sviss – Sinplus/Unbreakable: Sennilega ekki tilviljun að mér datt U2 í hug í byrjun. Eitthvað sem pirrar mig við þetta lag, veit ekki alveg hvað það er. Kannski hreimurinn hjá söngvaranum, ég skal ekki alveg segja. Þeir ættu að hringja í Nike og fá að nota lagið í auglýsingu fyrir þá. Just do it.

Belgía – Iris/Would You: Lagið byrjar einhvernveginn aldrei. Máttlaust. Lagast þó örlítið þegar líður á.

Finnland – Pernilla Karlsosn/Nar Jag Blundar: Það er einhver sjarmi yfir þessu. Sennilega sú staðreynd að þetta er ekki flutt á ensku.  – Áfram.

Ísrael – Izabo/Time: Þetta lag nær mér alls ekki. Þetta er svona lag sem myndi fá mig til að skipta um útvarpsstöð.


Kýpur – Ivi Adamou/La La Love: Gobbedigobb danstaktur, dökkhærð sönggyðja með rauðar varir, klassík. Kýpur fær örugglega einhver atkvæði. Áfram.

Danmörk – Soluna Samay/Should‘ve Known Better: Dæmigerð dönsk ballaða. Ekkert firnasterkt lag en sleppur. Áfram.

Rússland – Buranovskiye Babushki/Party for Everybody: Ekki gott lag en krúttstuðullinn í botni. Ef þær bræða ekki hvert hjarta þá veit ég ekki hvað. Áfram.

Ungverjaland – Compact Disco/Sound of Our Hearts: Alveg þokkalegt lag svoleiðis en ég held að það týnist í danstakti hinna laganna og nái ekki athygli Evrópubúa.

Austurríki – Trackshittaz/Woki Mit Deim Popo: Ég get eiginlega ekki lýst þessu lagi nema með því að segja bara viðbjóður. Húmorinn er ekki alveg að skila sér hérna og þetta lúkkar bara sem hallærisleg tilraun með súludönsurum og rassadilli.

Moldova – Pasha Parfeny/Lautar: Ég fíla brasshljóminn í laginu og af þeim lögum sem taka þátt (fyrir utan Ísland) á þriðjudaginn er þetta mitt uppáhalds. Það er samt ekkert frábært. Áfram.

Írland – Jedward/Waterline: Úff, eins og ég var hrifin af þeim seinast þá eru þeir ekki að gera neitt fyrir þessa keppni í ár. Endurtekið atriði og lagið ekkert spes. Gæti reyndar sómt sér vel sem lag undir kreditlistanum á amerískri unglingamynd. Áfram.14. júní 2011

Aðeins að prófa

Já, það er ekki öll vitleysan eins.

18. mars 2011

Eurovision...

Fer ekki að líða að Eurovision?

 1. Albania - Albanie - Albanía
 2. Armenia - Armenie - Armenía
 3. Austria - L'Autriche - Austurríki
 4. Azerbaijan - L'Azerbaïdjan - Azerbaijan
 5. Belarus - Le Bélarus - Hvíta-Rússland
 6. Belgium - Belgique - Belgía
 7. Boznia & Herzegovina - Boznia-Herzégovine - Bosnía og Hersegóvína
 8. Bulgaria - Bulgarie - Búlgaría
 9. Croatia - Croatie - Króatía
 10. Cyprus - Chypre - Kýpur
 11. Denmark - Danemark - Danmörk
 12. Estonia - L'Estonie - Eistland
 13. F.Y.R Macedonia - Macédoine - Makedónía
 14. Finland - Finlande - Finnland
 15. France - France - Frakkland
 16. Georgia - Géorgie - Georgía
 17. Germany - L'Allemagne - Þýskaland
 18. Greece - Grèce - Grikkland
 19. Hungary - Hongrie - Ungverjaland
 20. Iceland - L'Islande - Ísland
 21. Ireland - L'Irlande - Írland
 22. Israel - Israël - Ísrael
 23. Italy - Italie - Ítalía
 24. Latvia - La Lettonie - Lettland
 25. Lithuania - Lituanie - Litháen
 26. Malta - Malte - Malta
 27. Moldova - Moldova - Moldova
 28. Norway - La Norvège - Noregur
 29. Poland - La Pologne - Pólland
 30. Portugal - Portugal - Portúgal
 31. Romania - La Roumanie - Rúmenía
 32. Russia - La Russie - Rússland
 33. San Marino - Saint-Marin - San Marínó
 34. Serbia - La Serbie - Serbía
 35. Slovakia - La Slovaquie - Slóvakía
 36. Slovenia - La Slovénie - Slóvenía
 37. Spain - Espagne - Spánn
 38. Sweden - La Suède - Svíþjóð
 39. Switzerland - Suisse - Sviss
 40. The Netherlands - Les Pays Bas - Holland
 41. Turkey - Turquie - Tyrkland
 42. Ukraine - L'Ukraine - Úkraína
 43. United Kingdom - Royaume-Uni - Bretland

12. ágúst 2010

Tíminn líður hratt

Eins og óð fluga æðir tíminn áfram og nú er árið mitt í fæðingarorlofi senn á enda. Það er hreint ótrúlegt að það sé að verða komið ár síðan við fengum sólargeislann hana Huldu Kristínu í hendurnar. Þetta ár hefur enda verið annasamt eins og gefur að skilja og nóg að gera á öllum vígstöðvum. Brátt fer allt að færast í hefðbundnar skorður, skólinn hefst og dagleg rútína tekur yfir. Litla barnið mitt hættir skyndilega að vera í bómullinni hjá mömmu og fer í dagvistun. Já, stundum þarf maður að þroskast hratt. Svo allt í einu er maður orðinn fullorðinn...

28. maí 2010

Topp 5

Ég spái því að þessi lög verði þau fimm efstu annað kvöld:

Azerbaijan
Armenía
Grikkland
Tyrkland
Þýskaland

Armenía sigrar
Update!! Eftir að hafa hlustað á öll lögin ætla ég að veðja á Þýskaland sem sigurvegara :)
Ísland lendir í 7. sæti